VEFTV: Sjóarasögur í Garði
Svokallaðar Baðstofuvikur á Suðurnesjum hófust á mánudag en skipulögð dagskrá tileinkuð menningu og sagnalist verður í tilefni hennar í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum.
Dagskráin hófst í Garði um borð í Hólmsteini GK þar sem valinkunnir menn sögðu skemmtilegar og fróðlegar sjóarasögur. Tveir félagar úr Harmonikufélagi Suðurnesja krydduðu svo kvöldið með sjómannalögum.
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá og heyra þá Þórarinn Guðbergsson og Reyni Sveinsson segja sögur um borð í Hólmsteini GK við byggðasafnið á Garðskaga.
Ellert Grétarsson annaðist kvikmyndatöku.