Fimmtudagur 14. apríl 2011 kl. 12:31

VefTV: Sjö umferðarslys á Grindavíkurvegi frá áramótum

Í morgun varð enn eitt umferðaróhappið á Grindavíkurvegi þegar fólksbifreið fór út af veginum skammt frá afleggjaranum við Bláa lónið. Þetta er sjöunda umferðarslysið á Grindavíkurvegi frá áramótum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Flest þessara umferðarslysa hafa verið á svipuðum stað á Grindavíkurvegi en í öll skiptin hefur þurft aðkomu lögreglu og björgunarliðs. Auk þess sem vitað er um nokkur tilfelli þar sem bílar fóru út af veginum án þess að tjón hafi orðið og því ekki tilkynnt til lögreglu. Þetta eru óvenju mörg umferðaróhöpp á svo stuttum tíma en slys varð á fólki í flestum tilfellum og eignatjón mikið.

Meðfylgjandi myndskeið var tekið á slysstað í morgun á Grindavíkurvegi.

[email protected]