VefTV: Sjáið Happy Gilmore golftakta Gumma Steinars
Pepsi deildarlið Keflavíkur í knattspyrnu ásamt stuðningsmönnum liðsins tóku þátt í golfmóti á Hólmsvelli í Leiru. Leikið var með Texas scramble fyrirkomulagi og mátti sjá skemmtileg tilþrif þó flestir leikmannanna væru ekki vanir kylfingar.
Markahrókurinn Guðmundur Steinarsson og körfuboltahetjan Falur Harðarson sigruðu í mótinu og léku á pari vallarins 9 holurnar. Guðmundur tók meðal annars upphafshögg á 6. braut a la „Gummi Gilmore“ með góðum árangri.
Hér má sjá skemmtilegt innslag frá mótinu sem fram fór í Leirunni í rjómablíðu.