Þriðjudagur 29. nóvember 2011 kl. 16:04

VefTV: Sjáðu Valdimar taka Justin Bieber

Hljómsveitin Eldar hélt tónleika fyrir gesti Ljónagryfjunnar síðastliðinn föstudag þegar Njarðvíkingar lögðu Stjörnumenn af velli í Iceland Express-deild karla. Þeir Björgvin Ívar og Valdimar viðurkenndu að þetta væri óvenjulegur vettvangur fyrir þá að spila á en þeir stilltu sér upp á miðju gólfinu og sneru að áhorfendastúkunni. Báðir eru þeir einnig harðir Keflvíkingar og grínuðust með það milli laga.

Eitt lag sem þeir félagar tóku vakti sérstaklega mikla lukku hjá yngri kynslóðinni. Það var smellur Justin Bieber, „Baby“ en útgáfu þeirra Eldar-manna má sjá hér í myndskeiðinu að ofan.