VefTV: Sjáðu stemninguna í Röstinni
- Grindvíkingar hylla hetjurnar sínar
Grindvíkingar sleikja sjálfsagt ennþá sárin eftir að hafa horft upp á KR hampa Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli þeirra gulklæddu fyrr í vikunni. Grindvíkingar höfðu undanfarin tvö ár fagnað sigri á Íslandsmótinu og eru ríkjandi bikarmeistarar. Frábært ár að baki hjá Grindavík en metnaðurinn er augljóslega mikill þar á bæ og vonir bundnar við að vinna alla titla sem í boði voru. Víkurfréttir voru í Röstinni í síðasta leiknum þar sem spenna ríkti allt fram á síðustu mínútur. Hér að ofan má sjá myndband þar sem tilþrifin og stemningin fá að njóta sín. Grindvíkingar fögnuðu svo sínum mönnum vel í leikslok þrátt fyrir erfitt tap.