VefTV: Sjáðu sigurinn gegn KR árið 2006
Mörkin og fagnaðarlætin
Síðast áttust Keflvíkingar og Kr-ingar við í bikarúrslitum árið 2006 en þá höfðu rauðklæddir Keflvíkingar 2-0 sigur. Eftir hálftíma leik var staðan orðin 2-0 Keflavík í vil. Bakvörðurinn Guðjón Árni Arntoníusson skoraði fyrra markið eftir hornspyrnu Guðmundar Steinarssonar. Aftur skoruðu Keflvíkingar eftir hornspyrnu en þá barst boltinn til Guðjóns sem lagði hann til Baldurs Sigurðssonar sem skoraði af markteig. 2-0 varð lokaniðurstaða leiksins og fögnuðu Keflvíkingar vel og innilega eins og sjá má í myndbandinu.
Munum eftir hashtagginu #vikurfrettir á laugardaginn