VefTV: Sjáðu mörkin hans Samúels Kára
Tvö glæsileg langskot
Keflvíkingurinn Samúel Kári skoraði tvö glæsileg mörk fyrir varalið Reading í vikunni. Mörkin komu bæði eftir langskot fyrir utan teig. Sjá má mörkin úr leiknum í myndbandi hér að neðan. Samúel hefur leikið tvo leiki á tímabilinu og er þegar kominn með tvö mörk.