VefTV: Sjáðu markið og sendingarnar hjá Arnóri
Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason var maður leiksins í 3-1 sigri Norrköping á BP í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Arnór skoraði síðasta mark Norrköping í leiknum, en áður hafði hann lagt upp fyrri mörkin tvö með glæilegum fyrirgjöfum af hægri kantinum. Hægt að sjá tilþrifin hjá Arnóri og félögum hér að neðan. (Mark Arnórs kemur eftir 4:25 mín. í myndbandinu)