VefTV: Sennilega sanngjörn úrslit
Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga sagði í samtali við VF að niðurstaðan úr leiknum gegn Fjölni hefði líklega verið sanngjörn „Við hefðum viljað sjá aðeins meiri áræðni í sóknarleiknum, við vorum líka að gera of mörg mistök inn á vellinum,“ sagði þjálfarinn. Hann segir erfitt að spila gegn Fjölnismönnum en þeir eru sem stendur í fjórða sæti deildarinnar og hafa enn ekki tapað leik. Viðtal við Kristján má sjá hér að neðan.