VefTV: Réttað í haustblíðu
Þórkötlustaðaréttir fóru fram á dögunum og að vanda var þar bæði líf og fjör og mikill handagangur í öskjunni. Mátti vart á milli sjá hvor hópurinn var fjölmennari, mannfólkið eða skepnurnar. Réttirnar tóku óvenju skamman tíma þetta haustið, enda einmuna blíða þennan dag og margar hendur unnu létt verk.
Fljótlega uppúr þrjú var búið að draga allt fé í dilka og fjárbændur byrjaðir að ferja féð ýmist heim í hús eða í þeirra hinstu för í sláturhús. Myndatökumaður Víkurfrétta var á staðnum og tók saman meðfylgjandi myndskeið.