Miðvikudagur 7. maí 2014 kl. 17:25

VefTV: Púlsinn tekinn á Keflvíkingum

Við völlinn með Víkurfréttum

Víkurfréttir ætla í sumar að heimsækja knattspyrnuvelli Suðurnesja og taka púlsinn á stemningunni í nýjum lið sem kallast Við völlinn. Þar verður skyggnst á bak við tjöldin og annar vinkill tekinn á fótboltanum og umstanginu sem honum fylgir. Nettóvöllur var heimsóttur á dögunum en þar voru Þórsarar í heimsókn hjá Keflvíkingum í Pepsi-deild karla. Rætt var við áhorfendur og starfsmenn vallarins sem allir virtust bjartsýnir fyrir komandi fótboltasumri. Myndbandið má sjá hér að neðan en Keflvíkingar fögnuðu góðum 3-1 sigri í leiknum.