VEFTV: Óveðursútkall með augum björgunarsveitarmanns
Eins og við höfum greint frá í dag hafa björgunarsveitir haft í nógu að snúast í allan dag og frá því í nótt. Haraldur Haraldsson, björgunarsveitarmaður í Björgunarsveitinni Suðurnes, setti myndavél á öryggishjálminn sinn í dag og notaði hana til að taka upp störf björgunarsveitarmanna við erfiðar aðstæður. Meðfylgjandi myndir voru m.a. teknar þegar björgunarmenn voru að störfum á þaki Sambíóanna við Hafnargötu.