VefTV: Ótrúlegur sjógangur í Grindavík
Viðar Oddgeirsson myndatökumaður Rúv til fjölda ára birti magnað myndband á facebook-síðu sinni þar sem sjá má ótrúlegan sjógang á bryggjunni í Grindavík. Myndbandið er frá árinu 1999 en Viðar segir í færslunni að þakka megi Björgunarsveitinni Þorbirni að ekki fór verr, en þeir standa í stórræðum við að bjarga manni í háska í myndbandinu sem sjá má óklippt hér að neðan.
„Grindvíkingar hafa sótt sjóinn fast, engu máli skiptir hvort það sé úti á hafi eða upp á bryggju.
Þetta myndaði ég fyrir fréttastofu RÚV 1. feb. 1999 og úr varð frétt sem vakti nokkra athygli.
Þökk sé félögum úr Slysarvarnarsveitinni Þorbirni að ekki fór verr,“ segir Viðar.
Þetta myndaði ég fyrir fréttastofu RÚV 1. feb. 1999 og úr varð frétt sem vakti nokkra athygli.
Þökk sé félögum úr Slysarvarnarsveitinni Þorbirni að ekki fór verr,“ segir Viðar.