Föstudagur 18. nóvember 2011 kl. 12:12

VefTV: Of Monsters and Men komnir með arftaka í Heiðarskóla

Of Monsters and Men hljómsveitin sem slegið hefur í gegn og er m.a. skipuð nokkrum Suðurnesjamönnum, hefur fengið arftaka í bítlabænum Keflavík. Fimm nemendur úr 7. bekkjum Heiðarskóla tróðu upp á einni af mörgum menningarstundum í skólanum í þessari viku í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Heiðarskólakrakkarnir fluttu vinsæla lag hljómsveitarinnar Little talks og gerðu það vel.
Krakkarnir voru einnig með fleiri atriði, dans og lestur á menningarstundinni sem 7. bekkur hélt fyrir 8. bekk í skólanum, eins og meðfylgjandi myndir sýna. Videoið er hins vegar Monsters and Men atriðið. Njótið vel.

-

-

-

-