Miðvikudagur 17. apríl 2013 kl. 13:12

VefTV: Oddný segir mikilvægt að Suðurnesjamenn standi saman

- Oddný G. Harðardóttir í viðtali við Víkurfréttir um málefni Suðurnesja

Oddný G. Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, leit við í heimsókn hjá Víkurfréttum í gær ásamt Árna Rúnari Þorvaldssyni sem skipar 4. sæti flokksins í kjördæminu. Oddný er úr Garðinum en Árni frá Höfn í Hornafirði og því má segja að þau séu með allt kjördæmið á milli sín.

Oddný ræddi um málefni Suðurnesja í viðtali sem sjá má hér að neðan. Þar segir Oddný mikilvægt að Suðurnesjamenn standi betur saman til að stór verkefni líkt og álverið í Helguvík komist á skrið. Oddný telur jafnframt brýnt að Suðurnesjamenn eigi ráðherra eftir kosningar.


Páll Ketilsson, Árni Þorvaldsson, Oddný Harðardóttir og Jón Júlíus Karlsson. VF-Mynd/Hilmar Bragi