Laugardagur 15. janúar 2011 kl. 10:13

VefTV: Norðurljósin aðal þema alþjóðlegrar listsýningar í Garði

Ferskir Vindar í Garði er alþjóðleg listaveisla sem haldin er í fyrsta sinn á Íslandi og stendur frá desember 2010 til janúar 2011. Þema viðburðarins snýst um norðurljósin og listrænn stjórnandi er Míreya Samper.

Ferskir Vindar í Garði er einstakur viðburður þar sem fjöldi listafólks úr öllum listgreinum og af mörgum þjóðernum er boðið að koma til Íslands til að kynnast landi og þjóð. Á þeim átta vikum sem listafólkið dvelur og vinnur í Garði mun það miðla til samfélagsins þekkingu og fagmennsku í listum á fjölbreytilegan hátt, í mismunandi efnistökum og listgreinum. Þá verða ýmsar uppákomur svo sem kynning á listafólkinu og verkum þeirra, tónlistar- og kvikmyndaviðburðir, gjörningar, málþing o.m.fl. Viðburðirnir eru opnir almenningi og eru allir ávallt velkomnir.

Verkefnið er að mestu stutt af gestgjafanum, Sveitafélaginu Garði, en einnig af opinberum aðilum svo sem Menntamálaráðuneyti Íslands auk margra einstakra styrktaraðila. Forsetafrúin Dorrit Mousaieff er verndari listaveislunnar Ferskir Vindar í Garði.

[email protected]