VEFTV: Negla niður húsþök í Reykjanesbæ
Björgunarsveitarmenn hafa haft í nógu að snúast á Suðurnesjum í dag. Flest hafa útköllin verið í Reykjanesbæ þar sem björgunarsveitarmenn hafa verið uppi á húsþökum að negla niður plötur og að taka niður brotnar sjónvarpsgreiður. Ætla má að útköllin hafi verið um 20 í dag en þegar þetta er skrifað rúmlega kl. 5 síðdegis þá er veðrið að ganga niður og óveðursútköllum lokið.
Meðfylgjandi myndir voru m.a. teknar björgunarsveitarmenn voru að festa niður þak við Austurgötu í Keflavík og eins þegar sjónvarpsgreiða var tekin af húsi við Heiðarenda, eftir að hún hafði losnað.