VefTV: Myndskeið frá brunanum í nótt
Kvikmyndatökumaður Víkurfrétta var á brunavettvangi í Grindavík í nótt þar sem eldur logaði í hausaþurrkunarfyrirtæki við Grindavíkurhöfn. Meðfylgjandi myndskeið var tekið upp eftir miðnætti en þá hafði Slökkviliði Grindavíkur með aðstoð Brunavarna Suðurnesja tekist að ná tökum á mesta eldinum. Slökkvistraf stóð þó yfir fram undir morgun.