Mánudagur 26. september 2011 kl. 12:26

VefTV: Menn spyrja sig hvort þeir vilji vera í úrvalsdeild

Óskar Pétursson fyrirliði Grindvíkinga var að vonum ósáttur eftir tap gegn Fram í botnslagnum í Pepsi-deild karla í gær. „Þetta er ekki búið, það er einn leikur eftir og við stefnum bara á sigur í Eyjum næstu helgi fyrst að við klúðruðum þessu í kvöld,“ sagði Óskar í samtali við VF að leik loknum.

„Ég þori ekki að fara með það hvað klikkaði í kvöld. Þeir skora hálgert grísamark í fyrri hálfleik en okkur tekst ágætlega að sækja eftir það. Eftir að við skorum þá opnast svo leikurinn og þeir setja annað og við náum ekkert að gera eftir það.“

Grindvíkingar fara til Eyja í síðustu umferðinni og Óskar segir að menn verði hreinlega að gera upp við sig hvort þeir vilji vera í úrvalsdeild fyrir þann leik. „Menn spyrja sig bara hvort þeir vilji vera í úrvalsdeild eða ekki. Og ef menn ná ekki að mótivera sig fyrir þann leik þá eiga þeir ekkert skilið að vera í úrvalsdeild,“ sagði Óskar að lokum.