VefTV: Lancaster vélin í öllu sínu veldi
Sjáðu myndband frá lendingunni
Í gær heimsótti 69 ára gömul Lancaster sprengjuflugvél Keflavíkurflugvöll. Vélin er á leið frá Kanada til Bretlands en hafði viðkomu hér á landi. Vélin er aðeins önnur af tveimur flughæfum Lancaster-sprengjuflugvélum sem bandamenn notuðu í seinni heimsstyrjöldinni. Yfir 7000 slíkar vélar voru smíðaðar á sínum tíma. Víkurfréttir fengu að skoða vélina í bak og fyrir en myndband frá lendingu hennar má sjá hér að neðan.