Sunnudagur 19. október 2014 kl. 12:32

VefTV: Keflavíkurdagurinn haldinn hátíðlegur

- Sjáið innslag Sjónvarps Víkurfrétta um Keflavíkurdaginn.

Keflavíkurdagurinn var haldinn í fyrsta sinn um liðna helgi, en þá var starfsemi íþróttadeilda Keflavíkur kynnt fyrir íbúum Reykjanesbæjar. Á milli 300-400 manns litu við á Sunnubrautinni, léku listir sínar í hinum ýmsu íþróttagreinum, gæddu sér á pylsum og hlýddu á Friðrik Dór þenja raddböndin.

Sjónvarp Víkurfrétta kíkti við í íþróttahúsinu við Sunnubraut.