Sunnudagur 25. desember 2011 kl. 11:55

VefTV: Jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur - myndband

Hin árlega jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur fór fram á dögunum með miklum glæsibrag eins og endranær. Íþróttahúsið við Sunnubraut var þéttsetið þegar unga fimleikfólkið sýndi listir sínar og mikil stemning myndaðist í húsinu. Sýning þessi verður stærri og glæsilegri með hverju árinu og tókst vel til eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi frá sýningunni.