VefTV: Jóhann Smári þenur raddböndin
Stórsöngvarinn Jóhann Smári Sævarsson tók á móti Súlunni, menningarverðlaunum Reykjanesbæjar, við hátíðlega athöfn í listasal Duus-húsa á dögunum . Í tilefni þess tók Jóhann að sjálfsögðu lagið fyrir gesti. Lagið sem Jóhann flytur í meðfylgjandi myndskeiði, heitir Ég lít í anda liðna tíð eftir Sigvalda Kaldalóns. Um undirleik sér svo móðir Jóhanns, Ragnheiður Skúladóttir.