VefTV: Hvað á hænan að heita?
– leikskólabörn og eldri borgarar sameinast í skemmtilegri athöfn
Það var skemmtileg stund á Vallarbrautinni í Njarðvík við félagsstarf aldraðra nú í vikunni. Þangað voru mætt leikskólabörn af leikskólunum Hjallatúni og Gimli til að gefa fjórum hænum nafn. Hænurnar búa í litlum hænsnakofa við félagsstarfið. Þegar hænunum hafði verið gefið nafn var börnunum svo boðið til „skírnarveislu“ þar sem boðið var upp á kökur og ávaxtasafa.