Þriðjudagur 25. janúar 2011 kl. 09:30

VEFTV: HS Orka fái fyrirheit um virkjanir í Eldvörpum og Krýsuvík

Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku, segir auk þess að eiga eftir að semja um orkuverð, orkumagn og afhendingartíma, þá sé forsenda samninga einnig að HS Orka fái leyfi t.d. til að stækka virkjunina á Reykjanesi og fái fyrirheit um virkjanir í Eldvörðum og Krýsuvík.

Ásgeir segir að auðvitað þurfi þessi tvö fyrirtæki, HS Orka og Norðurál, að ná saman um orkusölusamninga. Hann segir hins vegar að þó svo þessi fyrirtæki hefði náð saman um orkusölu sl. sumar þá væri verkefnið ennþá í sömu stöðu framkvæmdalega eins og það er í dag.

Ítarlegt viðtal við Ásgeir Margeirsson hér í Sjónvarpi Víkurfrétta.