VefTV: Hörður er með bullandi sjálfstraust
Framherji Keflvíkinga Hörður Sveinsson skoraði þrennu í gær þegar lið hans bara sigurorð af Skagamönnum í mögnuðum leik, þar sem lokatölur urðu 5-4. Hörður hefur nú skorað 8 mörk í deildinni í sumar og er óðum að finna sitt fyrra form.
Hörður sagði í samtali við Víkurfréttir eftir leik hrósaði Hörður liðsfélögum sínum í hástert. Herði fannst pirrandi að fá alltaf jafnóðum mark frá Skagamönnum en hann var sáttur við að Keflvíkingar hafi klárað leikinn með sæmd. Viðtal má sjá við Hörð hér að neðan.