VefTV: Gunnar hefði viljað klára með stæl
Gunnar Magnús Jónsson hefur stýrt 2. deildarliði Njarðvíkur í knattspyrnu undanfarin þrjú ár og endaði hann feril sinn sem þjálfari Njarðvíkur í lokaleik gegn Reyni í Sandgerði sem fór 4-4. Gunnar var súr yfir því að hafa ekki fengið öll stigin þrjú í grannaslagnum, það hefði verið góður endir á þjálfaraferlinum hjá Njarðvík. Gunnar sagðist vera nokkuð sáttur við síðari hluta sumars en hann var alls kostar ekki sáttur við byrjun tímabilsins þar sem Njarðvíkingum gekk afleitlega. Eftir komu markahróksins Theódórs Guðna frá Keflavík breyttist sóknarleikur liðsins til muna og Gunnar segir að hann hefði viljað sjá Theódór með allt frá upphafi.
Gunnar segir samstarf hans og Guðmundar Steinarssonar hafa gengið vel en hann vilji nú snúa sér að öðrum hlutum, og hleypa öðrum að í þjálfun. Hvort sem Guðmundur verður eftirmaður hans eður ei, verður svo að koma í ljós. Viðtal við Gunnar má sjá hér að neðan.