VEFTV: Glopruðu niður unnum leik
Keflavíkurstúlkur glopruðu niður að því er virtist unnum leik gegn gríðar sterku liði Hamars í Iceland Express deild kvenna í körfu á miðvikudagskvöld. Lokatölur urðu 69-72 eftir að Keflavík hafði leitt allan leikinn. Þetta var fyrsta tap liðsins í deildinni. Myndatökumaður Víkurfrétta var á leiknum og tók upp meðfylgjandi myndskeið.