VefTV: Fyrstu stríðshetjur Bandaríkjanna farast á Íslandi
Bræðurnir Þorsteinn og Ólafur Marteinssynir eru miklir áhugamenn um flugslysasögu seinni heimsstyrjaldarinnar á Íslandi. Þeir hafa heimsótt slysstaðina og safnað saman sögu þeirra flugvéla sem þar fórust og upplýsingum um áhafnir vélanna.
Eitt er það flugslys sem er stærra í sögunni en önnur en það varð þann 3. maí fyrir 70 árum í Fagradalsfjalli við Grindavík. Þar fórst flugvél með fyrstu bandarísku stríðshetjum síðari heimsstyrjaldarinnar. Um borð í vélinni var einnig Andrews hershöfðingi og yfirmaður bandaríska heraflans í Evrópu.
Minningarathöfn um Andrews og áhöfn hans var haldin í síðustu viku. Víkurféttir ræddu við þá Þorstein og Ólaf af því tilefni en viðtalið er í meðfylgjandi myndbandi.