VefTV: Frans og félagar í Keflavík átu Grindavíkurmiðjuna
Keflvíkingurinn ungi Frans Elvarsson skoraði tvö mörk í yfirburðasigri Keflavíkur á Grindavík 4:0 í 2. umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu í Grindavík. Frans stóð sig vel á miðjunni eins og reyndar allt Keflavíkurliðið á meðan þeir gulklæddu voru á hælunum. Hér heyrum við viðbrögð Frans í viðtali við fréttamenn Víkurfrétta eftir leikinn.