VefTV: Forsetakosningar snúist um málefni en verði ekki fegurðarsamkeppni
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands hóf kosningaherferð sína í Grindavík 14. maí sl. en þann dag átti hann afmæli og þau hjónin fögnuðu einnig brúðkaupsafmæli sínu. Grindavík var fyrsta plássið á Íslandi sem Dorrit kom til árið 1999 þegar hún kom með Ólafi og Tinnu dóttur hans til að vera viðstödd víglsu nýs baðstaðar við Bláa lónið.
Í Grindavíkurhófinu sagði forsetinn að hann vonaðist til að kosningabaráttan myndi snúast um málefni en ekki verða fegurðarsamkeppni. Forsetinn er nú á leið í herferð um landið undir heitinu - Samræða um allt land - og sagðist hann hlakka til þess að hitta landa sína. Páll Ketilsson, fréttamaður Víkurfrétta var í hófinu í Grindavík og tók saman þessa frétt.