VefTV: Fögnuður Grindvíkinga inni í klefa
Það var mikil stemmning hjá Grindvíkingum eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld. Vel var fagnað og þá sér í lagi inn í klefa liðsins eftir að bikarinn var kominn í hendur Grindvíkinga eftir sigur á Stjörnunni.
Hraustlega var fagnað inn í klefa og vel valin lög sungin af leikmönnum liðsins. Tökumaður Víkurfrétta fékk að kíkja inn í klefann að leik loknum og náði þessum frábæru myndum af grindvísku strákunum sem slepptu af sér beislinu. Davíð Ingi Bustion, leikmaður Grindavíkur, fór þar fremstur í flokki og nýtur þess greinilega vel að vera Íslandsmeistari.