VEFTV: Flott uppskera
Uppskeruhátíð og útgáfutónleikar Geimsteins fór fram fyrir fullu húsi á Ránni í Keflavík sl. fimmtudagskvöld.
Mörg vinsælustu og mest spiluðu lög ársins 2010 koma frá Geimsteins útgáfunni og má t.d. nefna Negril með Bjartmari og bergrisunum, Gamla grafreitinn með Klassart og Ein stök ást með Lifun.
Á tónleikunum komu fram Breiðbandið, Deep Jimi and the Zep Creams, Lifun, Klassart og Valdimar.
Myndatökumaður Víkurfrétta tók saman létt tóndæmi frá kvöldinu.