Mánudagur 31. október 2011 kl. 19:27

VefTV: Flott tilþrif hjá stjörnum framtíðarinnar

Það var mikið um tilþrif hjá strákunum í 7. flokki í körfubolta sem öttu kappi í Ljónagryfjunni um helgina. Keflvíkingar og Njarðvíkingar tókust á við KR- og ÍR-inga og fór svo að Keflvíkingar urðu hlutskarpastir á þessu fjölliðamóti. Víkurfréttir voru á staðnum og mynduðu tilþrifin eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Rætt var við Björn Einarsson þjálfara Keflvíkinga en hann segist vera með mikinn efnnivið í höndunum sem að vonandi skili sér í meistaraflokk í nánustu framtíð. Björn hafi einnig á orði að honum litist illa á þá þróun að þrír erlendir leikmenn væru að spila með liði Keflvíkinga en nánar má sjá hvað Björn hafði að segja hér að ofan.