VefTV: Ferskir vindar á Gefnarborg í Garði
Í tilefni af verkefninu Ferskir vindar í Garði komu nokkrir listamenn í heimsókn í leikskólann Gefnarborg. Listamennirnir komu frá mismunandi þjóðum og unnu með börnunum að tónlistar og myndlistar gjörningum.
Þetta var virkilega skemmtilegt og frábært hvað listamennirnir náðu vel til barnanna þrátt fyrir að skilja ekki tungumál hvors annars, segir á heimasíðu Gefnarborgar
Í meðfylgjandi myndskeiði eru svipmyndir frá þessari skemmtilegu heimsókn.