Þriðjudagur 31. maí 2011 kl. 16:14

VefTV: Fékk leyfi frá þjálfaranum

„Maður tekur bara svona víti í stöðunni 3-0,“ segir Alexander Magnússon sem stal senunni í gær þegar Grindvíkingar sigruðu Þórsara 4-1 í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Hann skoraði á glæsilegan hátt úr vítaspyrnu sem lengi verður í minnum höfð.

Alexander sagði að þetta væri eitthvað sem hann hefði verið búinn að æfa síðan hann var unglingur og oftast væri þetta gert í fíflalátum á æfingu. Alexander var virkilega sáttur við sigurinn og sérstaklega þá staðreynd að Grindvíkingar náðu að nýta færi sín og spiluðu flottan fótbolta. „Þetta er hörkulið og mikil samkeppni um að komast í byrjunarliðið,“ segir bakvörðurinn sem leikið hefur alla leiki Grindavíkur það sem af er tímabili. Hér má sjá viðtal sem Víkurfréttir tóku við Alexander í leikslok og myndir af markinu umtalaða.