VEFTV: Eyða þarf óvissu um eignarhald á HS Orku
Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að miðað við samninga sem gerðir voru milli HS Orku [Hitaveitu Suðurnesja] og Norðuráls árið 2007 þá séu ákveðin skilyrði sem þurfi að uppfylla svo fyrirtækin nái saman í dag. Eitt af þeim sé virkjanaleyfi fyrir stækkun virkjunar á Reykjanesi. Þá þurfi að fara fram vinna með sveitarfélögum og öðrum opinberum aðilum vegna Eldvarpa og Krýsuvíkur.
Þá segir Ragnar að eyða þurfi óvissu varðandi eignarhald á HS Orku. Ítarlegt viðtal við Ragnar er í Sjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is.