VefTV: Erum að spila betur en flestir þorðu að vona
Sigurður Ingimundarson var sáttur með sveina sína í Keflavíkurliðinu sem bár sigurorð af grönnum sínum úr Njarðvík í gær. Han telur að lið hans sé óðum að finna taktinn en lykilmenn eins og Magnús Gunnarsson og Arnar Freyr Jónsson voru ekki með í gær. Ungir leikmenn voru að stíga upp í fjarveru þeirra og áttu t.a.m. bæði Almar Guðbrandsson og Ragnar Albertsson skínandi leik. Sigurður segir vörnina vera góða hjá liðinu og hann er sáttur við erlendu leikmennina sína sem voru frábærir í leiknum. Hann var samt ekki sáttur við stemninguna á leiknum eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan.
Víkurfréttir óskuðu eftir viðtali við Einar Árna Jóhannsson annan af þjálfurum Njarðvíkinga en hann varð ekki við þeirri ósk.