Laugardagur 21. maí 2011 kl. 18:34

VefTV: Einstakur árangur Keflavíkur

Keflavíkurstúlkur unnu alla Íslandsmeistaratitla í körfuknattleik sem voru í boði í vetur í 8 flokkum, frá 6. flokki upp í meistaraflokk. Liðin unnu líka alla bikarmeistaratitla nema einn og því er óhætt að segja að þetta hafi verið einstakt.
Árangrinum var fagnað í hófi í félagsheimili Keflavíkur á fimmtudagskvöld. Meðfylgjandi er sjónvarpsfrétt sem Víkurfréttir hafa tekið saman um hófið og viðtöl við Keflavíkurstúlkur.