VefTV: Byrjun Eyjamanna rothögg
Willum Þór Þórsson, þjálfari Pepsi deildarliðs Keflavíkur sagði að tvö fyrstu mörk Vestmannaeyinga hafi verið rothögg á sína leikmenn, og þeir hafi aldrei náð neinum takti í leikinn eftir það. Willum hrósaði samt sínum mönnum fyrir baráttu en það hafi bara ekki dugað gegn sterkum Eyjamönnum í leiknum á Nettóvellinum í gær.
Víkurfréttir heyrðu í þjálfaranum eftir leikinn.