VefTV: Björgunarskip í viðbragðsstöðu vegna veikinda flugmanns
Mikill viðbúnaður var í hádeginu þegar tilkynnt var um veikindi flugmanns á Boeing 777 þotu AirFrance. Þar sem aðeins einn var við stjórnvölinn í þotunni var nokkur viðbúnaður var hjá björgunarsveitum vegna lendingarinnar. Björgunarsveitir á Suðurnesjum fóru á söfunarsvæði við flugvöllinn og björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu á söfnunarsvæði við Straumsvík. Einnig voru björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, Njarðvík og Hafnarfirði sett í viðbragðsstöðu.
Vélin lenti heilu á höldnu á Keflavíkurflugvelli rétt eftir klukkan 13:00. Þá voru um 100 björgunarsveitamenn komnir í viðbragðsstöðu. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi af komu vélarinnar til Keflavíkur og þegar flugmaðurinn var fluttur á sjúkrahús.