Föstudagur 7. janúar 2011 kl. 17:44

VEFTV: Bauð bílnum upp á sjóbað

Ægisgatan í Reykjanesbæ var ófær um tíma í dag því sjórinn gekk þar á land í góðum skvettum. Eitthvað var þó um að fólk reyndi að komast Ægisgötuna og eina sem hafðist út úr því ferðalagi var veglegt sjóbað eins og þetta sem ökumaður þessa bíls bauð ökutæki sínu upp á af því er virðist oftar en einu sinni.