VefTV: Barátta og vörn skilaði Grindavíkursigri
Ólafur og Sverrir eftir leik
Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson var á því að barátta og vörn hafi skilað Íslandsmeisturunum sigri í Ljónagryfjunni gegn Njarðvíkingum. „Við mættum loksins af krafti en við höfum ekki verið að byrja vel. Við ætluðum að sýna fólki að við áttum ekki að tapa leiknum í Grindavík,“ sagði baráttuhundurinn Ólafur.
Sverrir Þór þjálfari tók í sama streng en hann var skiljanlega sáttum með sína sveina. „Við vorum bara góðir í kvöld. Við börðumst, spiluðum vörn, hittum vel og spiluðum saman. Þetta var allt annað en síðast leikur.“ Liðið lagði áherslu á varnarleikinn og fráköstin. Sú dagsskipun virðist hafa gengið eftir en Grindvíkingar voru mun sterkari á þessum sviðum. „Nú þurfum við bara að gera þetta aftur í næsta leik ef við ætlum okkur að vinna þá,“ sagði þjálfarinn en viðtöl við kappana má sjá hér að ofan.