Þriðjudagur 22. mars 2011 kl. 17:08

VefTV: Bankarnir fullir af peningum sem þarf að finna farveg

„Við þurfum að efla fjárfestingu til að skapa ný störf,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, í viðtali við Víkurfréttir.

- Hver eru grunnmarkmið efnahagsáætlunarinnar sem þú varst að kynna?
„Við þurfum að finna farveg fyrir þar fjármagn sem er fyrir hendi í landinu þannig að fjárfesting geti orðið meiri þannig að fólk geti fengið vinnu. Fyrirtækin verða að geta bætt við sig fólki. Á meðan þau skulda alltof mikið þá eru þau ekki í stakk búnin að bæta við sig verkefnum og sækja á nýja markaði. Þess vegna skiptir skuldaúrvinnslan fyrir fyrirtæki afskaplega miklu máli. Síðan þurfum við að greiða erlendri fjárfestingu leið inn vegna þess að hið opinbera á erfitt með að bæta við sig verkefnum, því bæði ríkið og sérstaklega sveitarfélögin eru skuldsett og eiga ekki auðvelt með að búa til atvinnutækifæri,“ segir Árni Páll m.a í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir.

Í viðtalinu ræðir hann einnig um fall Sparisjóðsins í Keflavík og atvinnumál og tækifæri á Suðurnesjum. Viðtalið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði frá Sjónvarpi Víkurfrétta.