Föstudagur 3. september 2010 kl. 11:07

VefTV: Bæjarstjóri segir ríkisvald ekki hafa sýnt skilning eða veitt stuðning

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að bæjarfélagið hafi ekki notið skilnings eða stuðnings vegna brotthvarfs hersins þar sem um 1100 hundruð manns misstu vinnuna. Hagnaður af sölu á hergögnum og öðru tengdu varnarliðinu hafi ekki runnið til svæðisins.
Árni svarar því hvort hann og forráðamenn Reykjanesbæjar hafi verið of bjartsýnir í uppbyggingu í bæjarfélaginu á undanförnu árum og hver séu næstu skref varðandi greiðslu á stórum gjalddaga láns til írsks banka.