VefTV: Árni Sigfússon á tímamótum
– Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Árna
Árni Sigfússon stóð á tímamótum sama dag og Reykjanesbær fagnaði 20 ára afmæli bæjarins. Þann dag lét Árni af störfum sem bæjarstjóri í Reykjanesbæ eftir 12 ára starf fyrir sveitarfélagið.
Sjónvarp Víkurfrétta var í kveðjuhófinu sem haldið var fyrir Árna í ráðhúsinu við Tjarnargötu.
Meðfylgjandi innslag birtist í Sjónvarpi Víkurfrétta af því tilefni.