VefTV - Hestafjölskylda á leið á landsmót
Fjölskylduíþrótt við Mánagrund.
Landsmót hestamanna fer fram við Hellu um næstu helgi. Fjórir einstaklingar úr sömu fjölskyldunni munu keppa fyrir hönd Hestamannafélagsins Mána; systkinin Ásmundur Ernir, Jóhanna Margrét og Signý Sól Snorrabörn og Stella Sólveig Pálmarsdóttir, unnusta Ásmundar. Signý Sól keppir í fyrsta sinn en hin hafa keppt töluvert oftar. Á myndinni er hópurinn ásamt foreldrum systkinanna, Snorra Ólafssyni og Hrönn Ásmundsdóttur. Sjónvarp Víkurfrétta tók viðtal við þau sem frumsýnt var á ÍNN í gærkvöldi.