VefTV - Gunnar Magnús: Þvílík innspýting að fá Gumma
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í knattspyrnu, er kampakátur með komu Guðmundar Steinarssonar til liðsins. Guðmundur mun leika með Njarðvík í 2. deild karla á næstu leiktíð og einnig aðstoða Gunnar Magnús við þjálfun liðsins.
„Þetta er þvílík innspýting í okkar starf og fyrir klúbbinn í heild sinni að fá svona stórt nafn eins og Guðmund Steinarsson. Það er vonandi að það verði auðveldara að fá fleiri leikmenn til liðs við okkur,“ segir Gunnar Magnús.
„Þetta er fyrsta þjálfarastarfið hjá Guðmundi og það verður mér við hlið. Fyrsta fótboltaæfingin hans var hjá mér í sjötta flokki og þá var ég að þjálfa hann. Leiðir okkar hafa legið saman og svo höldum við báðir með Liverpool þannig að við náum mjög vel saman.“
Nánar má heyra í Gunnar hér að neðan.