Vef TV: „Við þurftum að hafa fyrir þessu“
Ómar Jóhannsson átti stóran þátt í sigri Keflvíkinga á Fram í gærkvöldi þegar liðin áttust við í Pepsi-deild karla. Leiknum lyktaði með 1-0 sigri Keflvíkingar og Ómari var létt þegar Víkurfréttir náðu tali af honum í lok leiks.
„Léttir er ein af tilfinningunum, við þurftum að hafa fyrir þessu en þetta var frábært,“ sagði Ómar eftir leikinn í gær. Eftir fremur slakan fyrri hálfleik þá komu Keflvíkingar ákveðnir til leiks í þeim síðari. „Við gáfum í eftir leikhlé og ég tel að við höfum átt inni,“ bætti Ómar við.