Fimmtudagur 7. júlí 2011 kl. 11:33

Vef TV: Arnór Ingvi „Sætt að sjá hann í netinu“

Hinn 17 ára miðjumaður Keflvíkinga Arnór Ingvi Traustason var sáttur í leikslok eftir 1-0 sigur á Fram í gær þar sem hann skoraði sigurmarkið. Arnór hefur undanfarið verið að glíma við veikindi en hann hefur verið að fá tækifæri í liðinu að undanförnu.

„Ég hef fengið tækifæri undanfarið og reyni að nýta þau sem best, það virðist vera að skila sér,“ sagði Arnór í samtali við Víkurfréttir í gær. Einnig sagði Arnór það hafa verið sætt að sjá boltann í netinu og að Keflvíkingar hafi sýnt karakter með því að klára þennan leik.